Um

jonas2
Jónas G. Halldórsson hlaut stafsleyfi í sálfræði 1984 og starfar nú sem sérfræðingur í klínískri taugasálfræði við fyrirtæki sitt JGH Greiningu og Barnaspítala Hringsins. Áður starfaði hann á Grensásdeild LSH. Jónas er klínískur dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.

Jónas lauk BSc (Hons) prófi í sálfræði frá Háskólanum í Manchester árið 1975, MA prófi í þróunartaugasálfræði frá Háskólanum í Manitoba árið 1984 og PhD prófi í líf- og læknavísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2013.

Jónas hefur sérhæft sig í greiningu og ráðgjöf vegna sértækra þroskaraskana á námshæfni og afleiðinga heilaáverka.

Jónas vinnur að rannsóknum á þessum sviðum í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn og stofnanir.